■ Aðalskjár
Til að vista og flokka kyrrmyndir, hreyfimyndir, lög, hljóðskrár, lagalista,
straumspilunartengla, .ram-skrám og kynningar skaltu velja
> Gallerí.
Til að afrita eða flytja skrár í minni tækisins eða á minniskortið skaltu velja
möppuna (svo sem Myndir), fletta að skránni (eða styðja á # til að merkja
fleiri skrár), og velja Valkostir > Skipuleggja og minnið sem þú vilt afrita eða
flytja skrárnar í.
Til að búa til nýjar mynda- og hreyfimynda möppur skaltu velja Myndir eða
Myndskeið > Valkostir > Skipuleggja > Ný mappa og minnið. Sláðu inn heiti
möppunnar. Til að flytja myndir og hreyfimyndir í möppu sem þú bjóst til skaltu
merkja skrárnar og velja Valkostir > Skipuleggja > Færa í möppu og möppuna.
Til að gera mynd að veggfóðri eða láta hana birtast í símtali skaltu velja Myndir
og fletta að myndinni. Veldu Valkostir > Nota mynd > Sem veggfóður eða Sem
myndhringingu. Til að tengja myndina við tengilið skaltu velja Setja við tengilið.
Til að gera hreyfimynd að hreyfimyndartóni skaltu velja Myndskeið og fletta að
hreyfimyndinni. Veldu Valkostir > Nota myndskeið > Sem hringitón. Til að tengja
hreyfimyndina við tengilið skaltu velja Setja við tengilið.