
■ Útvarp
Til að opna útvarpið skaltu velja
> FM-útvarp. Veldu Hætta til að slökkva
á útvarpinu.
Þjónustuveitan gefur upplýsingar um hvort þjónustan er tiltæk og hvað sjónræna
þjónustan og stöðvalistaþjónustan kosta.
Einnig er hægt að hlusta á útvarpið þegar ótengda sniðið er virkt. Sjá „Snið án
tengingar“ á bls. 13.
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða
aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-útvarpið á að virka rétt.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar
hátalarinn er notaður því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.