Rauntímahreyfimynd eða myndskeið samnýtt
1. Til að samnýta rauntímahreyfimynd sem þú ert að taka upp með myndavél
tækisins skaltu velja Valkostir > Samnýta hreyfimynd > Í beinni meðan
á símtali stendur. Til að samnýta vistað myndskeið skaltu velja Myndskeið
og myndskeiðið sem þú vilt samnýta.
2. Tækið sendir boðið til SIP-vistfangsins sem þú vistaðir í Tengiliðir.
Ef nauðsyn krefur skaltu velja SIP-vistfang viðtakandans og senda boðið;
eða slá inn SIP-vistfang og velja Í lagi.
3. Samnýtingin hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn samþykkir boðið
og hátalarinn er virkur. Notaðu takkana á tækjastikunni til að stjórna
samnýtingunni.
4. Veldu Stöðva til að ljúka myndsendingunni. Símtalinu er lokið með því að
styðja á hætta-takkann.