
■ Bluetooth-tengingar
Bluetooth-tækni heimilar þráðlausa tengingu á milli rafeindatækja sem eru í allt
að 10 metra (33 feta) fjarlægð hvort frá öðru.
Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2.0 sem styður eftirfarandi snið:
Advanced Audio Distribution, Audio/Video Remote Control, Basic Imaging, Device
Identification, Dial-Up Networking, File Transfer, Hands-free, Headset, Object Push,
Serial Port, SIM Access, Phone Book Access, Generic Audio/Video Distribution, Generic
Access og Generic Object Exchange. Til að tryggja samvirkni milli annarra tækja sem styðja
Bluetooth-tækni skal nota aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund.
Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við þetta tæki.

62
T e n g i n g a r
Þau forrit sem notast við Bluetooth ganga á rafhlöðu símans og draga úr endingu hennar.
Notkun tækisins í falinni stillingu er öruggari leið til að forðast hættulegan
hugbúnað.
Ekki skal samþykkja Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er treyst.
Einnig er hægt að slökkva á Bluetooth. Þetta hefur ekki áhrif á aðrar
aðgerðir símans.
Bluetooth-tenging er sjálfkrafa rofin eftir sendingu eða móttöku gagna.