Hugbúnaður uppfærður
Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan á hugbúnaðaruppfærslu stendur,
jafnvel ekki til að hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það að
uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið endurræst. Taka skal öryggisafrit
af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Það að hlaða niður hugbúnaði getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitu. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.
Gættu að því að rafhlaða tækisins hafi næga hleðslu eða tengdu hleðslutækið áður en
uppfærslan er ræst.
1. Veldu Valkostir > Leita að uppfærslum. Ef hægt er að fá uppfærslur skaltu
samþykkja niðurhal.
2. Að niðurhali loknu skaltu velja Núna til að setja uppfærsluna upp. Til að hefja
uppsetningu síðar skaltu velja Síðar.
Til að hefja uppsetningu síðar skaltu velja Valkostir > Setja upp uppfærslu.
Ef ekkert miðlarasnið hefur verið tilgreint biður tækið þig um að búa það til,
eða velja af lista yfir miðlara ef um fleiri en einn er að ræða. Hafðu samband
við þjónustuveituna til að fá stillingarnar.