■ Forrit sett upp eða fjarlægð
Þú getur sett upp tvenns konar forrit í tækinu:
• J2ME
TM
forrit byggt á Java
TM
tækni með endingunni .jad eða .jar. Ekki er hægt
að setja PersonalJava
TM
-forrit upp í tækinu þínu.
• Önnur forrit og hugbúnaður sem henta Symbian-stýrikerfinu.
Uppsetningarskrárnar hafa endinguna .sis eða .sisx. Settu aðeins upp
hugbúnað sem er sérstaklega hannaður fyrir tækið.
Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum
aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed-undirritun eða forrit sem hafa verið prófuð
með Java Verified
TM
.
57
U m s j ó n m e ð g ö g n u m
Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið
öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að
vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð
eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn
ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt
dag- og tímasetning er á tækinu.
Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi treysta
eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.
Hægt er að flytja uppsetningaskrár í tækið þitt frá samhæfri tölvu, hlaða
þeim niður meðan þú vafrar eða senda þær til þín sem margmiðlunarboð,
sem tölvupóstsviðhengi eða með Bluetooth-tengingu. Þú getur notað
Nokia Application Installer í Nokia PC Suite til að setja upp forrit í tækinu
eða á minniskorti.
Til að finna uppsett forrit velurðu
> Forrit > Forrit. mín. Eigin mappa er
sjálfgefin mappa fyrir uppsett forrit. Þó er einnig hægt að setja upp forrit
í möppunum Internet eða Leikir.
Til að opna Stjórnandi forrita skaltu velja
> Stillingar > Gagnastjóri >
Stj. forrita.