Nokia 5320 XpressMusic - Kortum hlaðið niður

background image

Kortum hlaðið niður

Þegar þú skoðar kort á skjánum er nýju korti hlaðið niður sjálfkrafa ef þú flettir að
svæði sem ekki er á kortum sem þegar hefur verið hlaðið niður. Gagnateljarinn
(kB) á skjánum sýnir hve netnotkunin er mikil þegar kort eru skoðuð,
leiðaráætlanir gerðar eða leitað er að stöðum á netinu.

Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar gagnasendingar um farsímakerfi
þjónustuveitunnar. Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.

Gættu þess að rafhlaða tækisins sé fullhlaðin eða eða tengdu það við tengt hleðslutæki áður
en uppfærslan hefst.

Til að hindra að tækið hlaði kortum sjálfvirkt niður af internetinu, t.d. þegar þú ert
utan heimasímkerfisins, eða öðrum kortagögnum sem sérþjónusta biður um,
skaltu velja Valkostir > Stillingar > Net > Nota net > Aldrei.

Til að tilgreina hve mikið pláss af minniskorti skal nota til að vista kort eða skrár
með raddleiðsögn skaltu velja Valkostir > Stillingar > Net > Hám. minniskorts.
Þessi valkostur er aðeins tiltækur þegar samhæft minniskort er í tækinu. Þegar
minnið er orðið fullt er elstu gögnunum eytt. Hægt er að eyða vistuðum kortum
með Nokia Map Loader PC forritinu.