
Kort skoðuð
Framboð korta getur verið mismunandi eftir löndum eða svæðum. Það getur verið
háð lagasetningum.
Þegar þú ferð í Kort opnast forritið á þeim stað sem vistaður var síðast. Ef enginn
staðsetning var vistuð síðast, þá opnast forritið í höfuðborg þess lands sem þú ert
staddur í, samkvæmt upplýsingunum sem tækið fær frá farsímakerfinu. Samtímis
er korti af staðnum hlaðið niður ef þau eru ekki þegar til staðar í tækinu.
Til að færast til á kortinu skaltu skruna upp eða niður, til hægri eða vinstri. Nýju
korti er sjálfkrafa hlaðið niður ef þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem
þegar hefur verið hlaðið niður. Sjá „Kortum hlaðið niður“ á bls. 51. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld. Kortin vistast sjálfkrafa í minni
tækisins eða á samhæfu minniskorti (ef slíkt kort er í tækinu).
Til að koma á GPS- tengingu og súmma að staðnum sem þú varst á síðast skaltu
velja Valkostir > Finna stað > GPS-staðsetning [0] eða styðja á 0.
Ef skjávarinn fer í gang þegar tækið er að reyna að koma á GPS-tengingu, þá
verður truflun þar á.
GPS-vísir
birtist á skjánum þegar kort eru skoðuð. Þegar tækið fær
nægilegar upplýsingar frá gervihnöttunum til að reikna út punkta staðarins sem
þú ert staddur á verða hringirnir grænir.
Til að fá upplýsingar um gervihnetti meðan þú ert að nota Kort velurðu Valkostir >
Kortavalkostir > Gervihnattaupplýsingar.

51
S t a ð s e t n i n g