
■ RealPlayer
Með RealOne Player™ geturðu spilað miðlunarskrár, svo sem myndskeið, sem
eru geymd í minni tækisins eða á minniskortinu og valið tengil til að spila
miðlunarskrá þráðlaust með straumspilun. RealPlayer styður ekki öll skrársnið
eða öll afbrigði þeirra.
Veldu >
Forrit > RealPlayer. Til að spila velurðu Myndskeið, Straumsp.tengl. eða
Nýlega spilað og miðlunarskrá eða straumspilunartengil.

44
I n t e r n e t
Til að straumspila efni verðurðu fyrst að setja upp stillingar fyrir sjálfgefinn
aðgangsstað þinn. Veldu
> Forrit > RealPlayer > Valkostir > Stillingar >
Straumspilun > Símkerfi. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar.
Viðvörun: Ekki skal halda tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður því
hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Hægt er að nota tónlistartakkana (spóla til baka-takkann, spilunartakkann og
spóla áfram-takkann) til að stjórna RealPlayer. Sjá „Takkar og hlutar“ á bls. 12.
Til að hoppa áfram skaltu styðja á spóla áfram-takkann. Til að hoppa til baka
skaltu styðja á spóla til baka-takkann. Til að fara til baka í upphaf skráar skaltu
styðja á spóla til baka-takkann 2 sekúndum eftir að spilun hefst. Til að spóla hratt
áfram eða til baka skaltu halda viðkomandi tökkum inni.