10. Myndavél
Tvær myndavélar eru í tækinu til að taka myndir og taka upp hreyfimyndir. Aftan
á tækinu er myndavél með hárri upplausn og myndavél með minni upplausn er
framan á því.
Hægt er að senda myndir og myndskeið með margmiðlunarboðum, sem viðhengi
í tölvupósti eða með Bluetooth. Einnig er hægt að hlaða þeim upp í samhæft
netalbúm. Sjá „Samnýting á netinu“ á bls. 40.